Um okkur

Síðustu ár hefur mikill áhugi vaknað á rótum trúar okkar á Yeshua og Ritningunni í hebresku ljósi.

Til þess að sjá rætur trúar okkar, þurfum við að snúa alveg til upphafsins eða, Torah, eins og Mósebækurnar fimm eru kallaðar á hebresku.

Orðið Torah (Tóra) er dregið af orðinu "yarah" sem þýðir að skjóta ör beint í mark.

Þar sem Mósebækurnar innihalda upphaflegar leiðbeiningar Guðs til lýðs síns varðandi líf í samhljómi við vilja hans vísar Torah því í leiðbeiningar frá kærleiksríkum Guði um það hvernig við lifum lífi sem hittir í mark.

Þessi vefsíða er hugsuð sem fróðleikssíða fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér rætur trúar okkar, grundvöllinn sem við þurfum að byggja ofan á.

Líttu við sem oftast því vonandi kemur eitthvað nýtt inn í hverri viku.

Shalom!

Sigrún Einarsdóttir
Ragnar Birkir Björnsson

 

 

 

torah@internet.is

 

     
 

Sigrún Einarsdóttir & Ragnar B. Björnsson © 2008
www.torah.is / torah@internet.is