BLESSUNARORÐIN

Blessun

Blessunarorðin á hebresku

Guð talaði við Móse og sagði við hann: Ég er Drottinn.Ég birtist Abraham, Ísak og Jakob sem Almáttugur Guð, en undir nafninu Drottinn hefi ég eigi opinberast þeim. (2. Mósebók 6.2-6)

Drottinn er ekki nafn, drottinn er titill. Þarna er búið að taka út nafnið יהוה (YHWH - Yahweh) og setja titilinn Drottinn inn í staðinn.

Neðanmáls í íslensku biblíuþýðingunni frá árinu 1981 er skýring á nöfnunum og í íslenskri biblíuþýðingu úr frummálinu síðan 1914 segir að á frummálinu standi þarna Jahve. 

Hann opinberaðist Móse undir nafninu יהוה YHWH (Yahweh).

Í 6. kafla 4. Mósebókar segir hann Móse svo að leggja þetta nafn yfir Ísraelsmenn og blessa þá. YHWH sagði Móse að myndi hann blessa lýð sinn þegar synir Arons myndu leggja nafn hans yfir lýðinn með því að fara með þessa blessun:

YHWH blessi þig og varðveiti þig!
YHWH láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur!
YHWH upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið (shalom)!

Þannig skulu þeir leggja nafn mitt yfir Ísraelsmenn,
og ég mun blessa þá.

(4. Mósebók 6.24-27)

Umritun blessunarorðanna af hebresku yfir á ensku
hljómar á þessa leið:

y’ verekh’ kha YHWH v’yeeshm’ rekha
ya’ayr YHWH panav’ aleka veekhooneka
yeesa’ YHWH panav’ aleka v’yasaym l’kha shalom

 

His Way - As the Shofar Sounds
Sá sem syngur blessunarorðin heitir Lee Rothman
og hefur gefið góðfúslegt leyfi til notkunar hér.

Til þess að heyra blessunarorðin sungin aftur
þarf að endurhlaða síðuna (refresh).

 

Copyright - www.torah.is

torah@internet.is