Þorir þú að stinga í stúf
og ganga með skúf?

4. Mósebók 15.38-41
Tala þú við Ísraelsmenn og seg við þá, að þeir skuli gjöra sér skúfa á skaut klæða sinna, frá kyni til kyns, og festa snúru af bláum purpura við skautskúfana. Og það skal vera yður merkiskraut: Þegar þér horfið á það, skuluð þér minnast allra boðorða YHWH, svo að þér breytið eftir þeim og hlaupið ekki eftir fýsnum hjarta yðar né augna, en með því leiðist þér til hjáguðadýrkunar. Þannig skuluð þér muna öll mín boðorð og breyta eftir þeim og vera heilagir fyrir Elóhím yðar. Ég er YHWH Elóhím yðar, sem leiddi yður út af Egyptalandi til þess að vera yðar Elóhím. Ég er YHWH Elóhím yðar.
 

5. Mósebók 22.12
Þú skalt gjöra þér skúfa á fjögur skaut skikkju þinnar, þeirrar er þú sveipar um þig.

 Með tzitzit

Ef þú vilt eignast sett af tzitztit skúfum (fjögur stykki)
skal ég með ánægju senda þér eitt sett í pósti.
Sendu upplýsingar um nafn og heimilisfang á netfangið: torah@internet.is

Í þeim skúfum sem ég hnýti er blái þráðurinn vafinn 10 sinnum (yod),
svo 5 sinnum (heh), 6 sinnum (waw) og aftur 5 sinnum (heh).
Það samsvarar tölugildi stafanna (
יהוה) YHWH.

Mér finnst það góð tilhugsun að íklæðast nafni YHWH með því að bera skúfana sem eiga að minna mig á að halda boðorð hans.


Shalom,
Sigrún

Shepardi tzitzit

 

 

Copyright - www.torah.is

torah@internet.is